Náms- og kynnisferð

Náms- og kynnisferðir hópa (leikskóla, grunnskóla eða stofnunar).

Vinnustaðir félagsmanna hjá sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum sem greiða í sjóðinn geta sótt um styrki til Mannauðssjóð Kjalar stéttarfélags vegna náms- og kynnisferða sem skipulagðar eru í þeim tilgangi að kynna sér störf stofnana erlendis eða innanlands með starfsmönnum sínum.

Kynnisferðir hópa erlendis (leikskóla, grunnskóla eða stofnunar). Styrkir til stofnanna sem fara í hópferðir erlendis, skipulagðar af leikskóla, grunnskóla eða viðkomandi stofnun til kynningar á starfsemi leikskóla eða annarra stofnana. Umfang dagskrár þarf að vera a.m.k. 12 klukkustundir og staðfesting móttökuaðila þarf að fylgja umsókn.

Mannauðssjóður Kjalar veitir styrk skv. úthlutunarreglum hverju sinni til stofnunar vegna þátttöku hvers einstaklings/starfsmanns í náms- og kynnisferðum innanlands eða utan. Styrkurinn nær yfir kostnað v/flugs, gistingar og ferða á milli staða skv. úthlutunarreglum og er kr. 170.000 per félagsmann.

Hámarksstyrkur til slíkra verkefna er veittur til stofnanna á fjögurra ára tímabili. 

Ekki er veittur styrkur vegna námskeiðsgagna og námsbóka.

Sækja um hér