Náms- og kynnisferð

Náms- og kynnisferðir hópa (leikskóla, grunnskóla eða stofnunar).

Vinnustaðir félagsmanna hjá sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum sem greiða í sjóðinn geta sótt um styrki til Mannauðssjóð Kjalar stéttarfélags vegna náms- og kynnisferða sem skipulagðar eru í þeim tilgangi að kynna sér störf stofnana erlendis eða innanlands með starfsmönnum sínum.

Styrkir til vinnustaði félagsmanna sem fara í hópferðir til útlanda og eru þær skipulagðar af stjórnendum leikskóla, grunnskóla eða viðkomandi stofnun til kynningar á starfsemi sambærilegar stofnana eða námskeið.

Umfang dagskrár þarf að vera a.m.k. einn og hálfur dagur og staðfesting móttökuaðila þarf að fylgja umsókn. Mannauðssjóður Kjalar veitir styrk að hámarki kr. 150.000.- til stofnunar vegna þátttöku hvers einstaklings/starfsmanns í náms- og kynnisferðum innanlands eða utan. Styrkurinn nær yfir kostnað v/flugs, gistingar og ferða á milli staða innanlands sem utan.

Við afgreiðslu umsóknar hefur stjórn eftirfarandi til hliðsjónar:
Hvort tilgangur ferðarinnar sé að starfsmenn viðkomandi stofnunar kynni sér sambærilega starfsemi og heimsóknin nýtist þeim til framþróunar í starfi.

  • Hvort um er að ræða til viðbótar þátttöku í námskeiði, kynningu og/eða tengsl við nýbreytni og eða þróunarstarf.
  • Að umfang dagskrár sé að a.m.k. 1- 2 dagar í hlutfalli við lengd ferðar.
  • Að staðfesting móttökuaðila fylgi umsókn.
  • Nafnalisti skal fylgja umsókn
  • Að verkefni loknu skal fylla út og skila til skrifstofu sjóðsins uppgjöri vegna ferðarinnar, en það á að innihalda lista yfir þátttakendur, félagsaðild þeirra og afrit af greiddum reikningum.

Hámarksstyrkur til slíkra verkefna er veittur til stofnanna á fimm ára tímabili. 

Ekki er veittur styrkur vegna námskeiðsgagna og námsbóka.

Sækja um hér