Vinnutímabók og Kjalarfréttir

Þau leiðu mistök urðu að ekki náðist að klára prenta Vinnutímabókina fyrir jólin. En von er á henni í hús strax eftir áramótin svo þá verður henni pakkað og dreift til félagsmanna. Jafnframt mun fylgja með einblöðungur sem nefnist Kjalarfréttir þar sem sagt er frá kosningu trúnaðarmanna og frá fundi með þeim þar sem þeir settu saman áhersluatriði kröfugerðar fyrir komandi kjarasamninga. 

Einnig er kynning á orlofsíbúð á Tenerife til leigu næsta sumar og verður opnað fyrir umsóknir mjög fljótlega.