- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Þriðjudaginn 19. ágúst síðastliðinn kom félagsfólk Kjalar sem starfar í grunnskólum saman á Hótel Laugabakka þar sem haldinn var fræðsludagur á vegum félagsins. Undirbúningur fræðslunnar var gerður í góðri samvinnu við trúnaðarmenn grunnskólanna, sem höfðu lagt áherslu á að skapa vettvang til lærdóms, umræðna og tengslamyndunar og var sérstaklega horft til þeirra þarfa við val á stað og stund.
Á dagskránni var fjölbreytt fræðsla þar sem tekið var á málefnum sem snerta bæði faglegt starf og persónulega færni. Soffía Ámundadóttir, verkefnastjóri við Háskóla Íslands, miðlaði af sinni víðtæku reynslu á sviði ofbeldismála og Anna Steinssen, þjálfari og einn eigenda KVAN, var með námskeið í samskiptum og sjálfsstyrkingu.
Mæting var góð og ríkti jákvæð stemning allan daginn. Þátttakendur fengu ekki einungis tækifæri til að auka þekkingu sína heldur einnig til að hittast, ræða saman og skiptast á hugmyndum um starf sitt og áskoranir í skólastarfinu.
Fræðsludagurinn á Hótel Laugabakka sýndi fram á mikilvægi samstöðu og samvinnu innan grunnskólanna – og að með markvissri fræðslu og samtali verður starfið bæði öflugra og ánægjulegra.
Myndir frá deginum má nálgast hér