Unnið er að gerð fræðsluefnis

Vegna Covid 19 er takmörkun á fundahöldum á vinnustöðum auk þess sem veður og ófærð gera gera kynningu nýrra kjarasamninga erfiðari en ella. Því verður allt kynningarefni á kjarasamningum sem skrifað var undir við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið aðfaranótt 9. mars sl. en þá var verkföllum samhliða aflýst, með rafrænum hætti. Sér síður hér á heimasíðunni og svo verður kynningu streymt á miðvikudaginn. 

Stjórn Kjalar er stolt þeim þeim mikla styrk og samstöðu sem félagsmenn sýndu í þessu langa samningsferli. Hin mikla þátttaka og niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sannfærðu okkur um að á bak við okkur er sterk breiðfylking félagsmanna.

Styttingin hjá dagvinnufólki er allt að fjórar klukkustundur á viku en allt að átta stundir á viku hjá vaktavinnufólki, þ.e. hjá þeim sem vinna erfiðustu vaktavinnustörfin. BSRB hefur barist fyrir styttingu vinnuvikunnar í nafni jafnréttis og fjölskylduvænna samfélags í mörg undanfarin ár því eru þetta sannkallaðir „lífsgæðasamningar“.

Á miðvikudaginn 18. mars kl. 13.00 verður kynningu streymt á netið af fundi í Hofi með trúnaðarmönnum slóðin er hér:

Rafræn kosning um kjarasamningana fer af stað á mánudaginn og lýkur kl. 10. mánudaginn 23. mars. Við hvetjum alla til að nota atkvæðarétt sinn og senda skýr skilaboð um viðhorf sitt til samninganna.