Orlofsblaðið 2024 komið út

Orlofsblað Kjalar er komið út og er aðgengilegt á heimasíðu Kjalar. Blaðið kemur eingöngu út í rafrænni útgáfu.

Klukkan tíu þann 2. apríl verður opnað fyrir umsóknir félagsfólks um orlofshús og orlofsíbúðir Kjalar fyrir sumarorlofstímabilið 31. maí - 6. september. Úthlutun er með sama sniði og í fyrra, fyrstur kemur – fyrstur fær.

Í ár mun félagið verja allt að kr. 4.500.000 kr. í „Orlof að eigin vali.“ Til úthlutunar verða 150 slíkir styrkir, hver að upphæð kr. 30.000, og er styrkloforðum úthlutað í kjölfar umsókna. Við úthlutun verður tekið tillit til þess hvort félagsmaður hefur áður fengið úthlutuðu orlofi að eigin vali og félagsaldurs. Einungis er hægt að sækja um rafrænt á orlofsvef félagsins á tímabilinu 2.-15. maí. Frekari upplýsingar er að finna í Orlofsblaði Kjalar.

Yfirlit yfir allar útgáfur Kjalar má finna hér.