NTR ráðstefna í Kaupmannahöfn

Íslenski hópurinn
Íslenski hópurinn

Formlega NTR-ráðstefna í Kaupmannahöfn þar sem fulltrúar og starfsfólk stéttarfélaga opinberra starfsmanna sem starfa á sveitarstjórnarstiginu á Norðurlöndunum koma saman og ræða grunnþjónustu, innviði, menntamál, vinnumarkað og tækni, og auðvitað verkalýðspólítík.

Lene Roed, formaður HK Kommunal í Danmörku, setti ráðstefnuna með því að bjóða fólk velkomið og kynna því dagskrána. Lene hefur starfað innan verkalýðshreyfingarinnar frá árinu 1985. Hún hefur verið formaður HK frá árinu 2020 og var endurkjörinn á síðasta ári. Í HK eru alls um 44 þúsund félagsmenn.

Mættir eru 35 fulltrúar BSRB til Kaupmannahafnar til að sækja ráðstefnuna heim að þessu sinni eru: Kjölur stéttarfélag, Sameyki stéttarfélag, FOSS,  Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, Starfsmannafélagi Vestmannaeyja, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu, pg Starfsmannafélagi Kópavogs.

Ráðstefnunni lýkur 26. ágúst, þá halda fulltrúar Kjalar í heimsókn til HK og fá innsýn í þeirra starf og skipulag.