Mikill baráttuandi í kosningunni

Ekki er annað hægt að segja að atkvæðagreiðslan um boðun verkfalls hafi farið vel af stað í gær. Góð þátttaka hefur verið en "betur má ef duga skal" og viljum við alls ekki að atkvæði detti dauð niður. Erum að senda út áminningar  og þykir leitt að vera trufla þá sem eru búnir að kjósa en annað er ekki hægt.

Við heyrum það sama frá atkvæðagreiðslu um boðun verfalla hjá öllum hinum aðildarfélögum BSRB. Alls eru um 18000 manns sem verkfallsboðunin nær til, þar af eru það 750 þeirra félagsmenn Kjalar stéttarfélags. Upplýsingasíðu um verkfallið og boðun þess er hér að finna þar er einnig á ensku. Minnt er á að þeir félagsmenn sem eru á undanþágulista eru á kjörskrá því listinn er ekki á nöfn svo félagið hvetur þá til að kjósa svo atkvæðin glatist ekki.  Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 20:00 miðvikudaginn 19. feb. 2020.

KJÓSA hér