- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Mannauðssjóðurinn Hekla hefur frá og með 18. september 2025 opnað fyrir umsóknir um styrki. Sjóðurinn hefur það meginhlutverk að styðja við fræðsluverkefni sveitarfélaga og stofnana þeirra sem tengjast markvissri starfsþróun starfsfólks.
Hekla tók til starfa 1. janúar 2025 þegar Mannauðssjóður Kjalar, Mannauðssjóður KSG og Mannauðssjóður Samflots sameinuðust undir einni heild. Með þeirri sameiningu var stigið mikilvægt skref í átt að aukinni samhæfingu og skilvirkni í styrkveitingum til mannauðs- og fræðslumála sveitarfélaga.
Auk styrkveitinga rekur sjóðurinn mannauðssetur sem vinnur að stefnumótun, þróun fræðslutækifæra og skipulagningu fræðsluverkefna. Setrið hefur jafnframt það hlutverk að styðja stofnanir við gerð og framsetningu símenntunaráætlana, ásamt því að efla samstarf við tengda fræðsluaðila.
Allt um umsóknarfresti, úthlutunarferli og verkefni sjóðsins má finna á vef Mannauðssjóðsins Heklu.