Lokað vegna veðurs

Félagsmenn!  athugið að skrifstofa félagsins lokar kl. 15:00 í dag (10. des.)  vegna veðurs og viðvarana Almannavarna. Reiknað er með aftakaveðri á morgun og því verður lokað á skrifstofunni á morgun. Tölvupóstum verður svarað. 
Nú þegar er farið að hvessa og má búast við norðanstórhríð seinnipartinn og fram eftir degi á morgun. Hvetjum við alla að fylgjast með veðurspá og vera bara heima eins og veður er nú á öllu landinu.