- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Laun hjá félagsfólki Kjalar og í aðildarfélögum BSRB sem starfa hjá ríkinu hækka um 0,75% frá og með september 2025. Hækkunin kemur til útgreiðslu í október.
Þessi hækkun byggir á svokölluðum launatöfluauka, sem er viðauki í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB við opinbera launagreiðendur og kjarasamningum Kjalar við Norðurorku og Orkubúi Vestfjarða. Tilgangur hans er að tryggja að laun starfsfólks í almannaþjónustu fylgi þróun launa á almennum vinnumarkaði
Hækkunin nær eingöngu til þeirra sem þegar höfðu fengið greidd laun samkvæmt nýjum kjarasamningi í desember 2024.
Félagsfólk Kjalar hjá Norðurorku hf. fær launatöfluauka sem nemur 0,67% verður ráðstafað sem hækkun á grunnlaun og eftir atvikum föstum greiðslum starfsfólks sem tekur laun skv. launatöflu kjarasamnings og tekur uppgjörið gildi 1. september 2025.
Sambærilegur samanburður verður gerður árin 2026 og 2027.
Félagsfólk hjá sveitarfélögunum og Orkubú vestfjarða fá ekki launatöfluauka að þessu sinni, þar sem launaþróun þeirra hefur verið betri en hjá viðmiðunarhópnum á almennum markaði