Hverjir kjósa um verkfall og hverjir ekki

Allir þeir sem vinnustöðvunin nær til mega greiða atkvæði um boðun verkfalls, líka þeir sem vinna störf sem eru á undanþágulistum. Félagsmenn Kjalar sem starfa hjá neðangreindum atvinnurekendum greiða atkvæði um boðun verkfalls:

 • Sveitarfélögum
 • Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi
 • Sorpurðun Vesturlands
 • Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Hverjir greiða ekki atkvæði um boðun verkfalls, fara ekki í verkfall? Félagsmenn hjá neðantöldum atvinnurekendum greiða ekki atkvæði um boðun verkfalls:

 • Dvalarheimilinu Dalbæ
 • Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra
 • Heilbrigðisstofnun Vesturlands
 • Hjallastefnan
 • Kirkjugörðum Akureyrar
 • Menntaskóli Borgarfjarðar
 • Minjasafnið á Akureyri
 • Norðurorka hf
 • Sjúkrahúsið á Akureyri
 • Útfaraþjónustu KGA
 • Verkmenntaskólinn á Akureyri