Fundur með trúnaðarmönnum

Trúnaðarmenn á fundi á Hótel KEA 26. nóvember 2019
Trúnaðarmenn á fundi á Hótel KEA 26. nóvember 2019

Góður fundur með um 30 trúnaðarmönnum, víðs vegar af félagssvæðinu var haldinn í dag, 26. nóvember og lauk kl. 16. Fundurinn hófst með framsögu Örnu Jakobínu Björnsdóttur, formanns Kjalar, um ýmis mál sem tengjast félaginu. Að því búnu var framsöguerindi um kröfugerð félagsins í yfirstandandi samningaviðræðum og framvindu og stöðu viðræðnanna. Einnig var rifjað upp fyrirkomulag verkfallsheimilda félagsins og loks var rætt um ýmis mál.