Framboðsfrestur til stjórnarkjörs

Kjölur stéttarfélag tilkynnir hér með að á aðalfundi félagsins þann 29. mars næstkomandi fer fram stjórnarkjör til stjórnar félagsins.

Samkvæmt lögum félagsins skal stjórn félagsins skipuð ellefu félagsmönnum, formanni og tíu meðstjórnendum, auk tveggja til vara. Stjórnarmenn skulu kosnir til þriggja ára í senn. Formann skal kjósa sérstaklega. Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann og ritara. 

Félagsmenn geta gert tillögu um stjórnarmenn og verða að minnsta kosti 25 félagsmenn að standa að tillögu félagsmanna um hvern stjórnarmann. Allar tillögur skulu vera skriflegar og berast stjórn félagsins a.m.k. þremur vikum fyrir aðalfund. Tillögum skal fylgja nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillaga er gerð um. Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um en að öðrum kosti telst tillaga um hann ógild.

Atkvæðagreiðsla fer fram með rafrænum hætti. Kosning stefndur yfir frá 16. mars kl. 17:00 til og með 28. mars kl. 17:00. Samkvæmt lögum félagsins skal kosning standa yfir í a.m.k. 10 daga og skal henni lokið sólarhring fyrir aðalfund. Atkvæði sem berast kjörstjórn að þeim tíma liðnum eru ógild. Komi fram tillaga um fleiri frambjóðendur en kjósa skal getur hver félagsmaður kosið allt að tíu meðstjórnendur og tvo varamenn. Þeir sem flest atkvæði hljóta teljast rétt kjörnir. Ef frambjóðendur eru jafnmargir stjórnarsætum teljast þeir sjálfkjörnir.

Lög félagsins