Auglýst eftir tilnefningu í stjórn

Stjórn Kjalar 2023 - 2026
Stjórn Kjalar 2023 - 2026

Trúnaðarmannaráð auglýsir eftir tilnefningum til setu í stjórn Kjalar stéttarfélags

Samkvæmt lögum Kjalar skal stjórn félagsins skipuð tíu fullgildum félögum, formanni og níu meðstjórnendum, auk tveggja til vara. Stjórnarmenn skulu kosnir til þriggja ára í senn. Formann skal kjósa sérstaklega. Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann og ritara . Stjórn er heimilt að skipa undirnefndir vegna sérverkefna sem stjórn hefur á borði sínu. Kjörtímabilið er mars 2026 til mars 2029

Trúnaðarmannaráð gerir tillögu um stjórnarmenn úr sínum röðum eða úr röðum félagsfólks. Við val á meðstjórnendum skal ávalt gætt að valdir séu fulltrúar frá hverri svæðisdeild. Tillögum skal fylgja nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillaga er gerð um. Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um en að öðrum kosti telst tillaga um hann ógild.

Listi yfir núverandi stjórn er að finna hér

Kjörgengi til stjórnar hefur allt fullgilt félagsfólk. Vegna tilnefninga skal notast við eyðublaðið hér  en tekið er við tilnefningum til loka dags 18. febrúar nk.