Ályktun leikskólastarfsmanna

Félagsfólk Kjalar stéttarfélags á leikskólasviði Fræðslu- og frístunda deildar félagsins senda frá sér eftirfarandi ályktun.

Deildin lýsir yfir áhyggjum sínum á mönnunarvanda leikskólanna sem á sér margar birtingarmyndir, meðal annars þá að stytting vinnuvikunnar hefur ekki verið innleidd líkt og kjarasamningar gera ráð fyrir. Álag á leikskólastarfsfólk hefur sjaldan verið meira og hefur það ekki notið neinnar umbunar fyrir.

Starfsfólk leikskóla hefur jafnframt ekki haft jöfn tækifæri til þess að nýta kjarasamningsbundinn rétt til undirbúningstíma á vinnutíma.

Það þarf að sýna í verki að það sé vilji stjórnenda að skapa starfsmönnum heilbrigt og heilsusamlegt starfsumhverfi.

Akureyri 5. janúar 2023