1. maí - Kröfuganga og hátíðarhöld 2025

Hér má finna dagskrár yfir hátíðarhöldin á félagssvæði Kjalar stéttarfélags 1. maí 2025

Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta og taka þátt í tilefni af verkalýðsdeginum þann 1. maí nk.

Dagskrá á Akureyri

Kröfuganga fimmtudaginn 1. maí
13:45 - Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
14:00 - Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar

Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu

  • Kynnir er Eyrún Huld Haraldsdóttir
  • Ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna - Bethsida Rún Arnarsson
  • Hátíðarræða - Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju
  • Leikfélag Menntaskólans Á Akureyri sýnir atriði úr söngleiknum um Galdrakarlinn í OZ
  • Karlakór Akureyrar Geysir syngur tvö lög og leiðir samsöng
  • Kaffiveitingar að dagskrá lokinni
  • Pylsur, safi og andlitsmáling fyrir börnin

 

Dagskrá í Fjallabyggð

  • Boðið verður upp á létta dagskrá í sal félaganna að Eyrargötu 24b Siglufirði miðvikudaginn 1. maí milli kl. 14:30 og 17:00
  • Ávarp frá 1. maí nefnd stéttarfélaganna - Ína Sif Stefánsdóttir
  • Kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna

 

Dagskrá í Stykkishólmi

Dagskrá hefst kl 13:30 á Fosshótel Stykkishólmi

  • Kynnir: Vignir Smári Maríasson, formaður Vlf. Snæfellinga
  • Ræðumaður: Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ
  • Skemmtiatriði frá Lalla töframanni
  • Kaffiveitingar að dagskrá lokinni

 

Dagskrá í Grundarfirði

Dagskrá hefst kl 14:30 í Samkomuhúsinu

  • Kynnir: Sævör Þorvarðardóttir, fulltrúi Sameykis stéttarfélagas
  • Ræðumaður: Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ
  • Skemmtiatriði frá Lalla töframanni
  • Kaffveitingar að hætti kvenfélagsins Gleym-mér-ei

 

Dagskrá í Snæfellsbæ

Dagskrá hefst kl 15:30 í Samkomuhúsinu

  • Kynnir: Vignir Smári Maríasson, formaður Vlf. Snæfellinga
  • Ræðumaður: Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ
  • Skemmtiatriði frá Lalla töframanni
  • Kaffiveitingar að dagskrá lokinni í umsjá Félags eldriborgara í Snæfellsbæ

 

Dagskrá í Borgarnesi

Sterk hreyfing - sterkt samfélag

12:00 bíó fyrir yngstu kynslóðina í Óðali - popp og svali í boði

14:00 baráttufundur í Hjálmakletti

  • Ávarp formanns Stéttarfélags Vesturlands - Silja Eyrún Steingrímsdóttir
  • Ræða dagsins - Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu
  • Leikfélagið Kopar með atriði úr Með allt á hreinu
  • Barakórur - kvennakór BARA bars
  • Guðrún Katrín Sveinsdóttir og Soffía Björg söngkonur
  • Internasjónallinn
  • Félögin bjóða samkomugestum uppá kaffihlaðborð að fundi loknum, foreldrar og nemendur 9. bekkjar í Gb sjá um veitingarnar.

 

Dagskrá í Búðardal

Dagskrá hefst kl 14:30 í Dalabúð

  • Kynnir: Þóra Sonja Helgadóttir, verkefnastjóri Kjalar í Sth
  • Ávarp dagsins: Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir, kennari hjá Auðarskóla
  • Tónlistaratriði : Tónlistarskóli Auðarskóla
  • Þorrakórinn
  • Kaffiveitingar á vegum skátafélagsins í umsjón Katrínar Lilju

 

Dagskrá á Patreksfirði

Boðið verður í bíó í Skjaldborgarbíó

  • Ofur Kalli kl 16:00
  • Thunderbolts kl 20:00

 

Dagskrá á Suðureyri

Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14:00.
Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar.
Hátíðardagskrá í Félagsheimili Súgfirðinga:

  • Kaffiveitingar
  • 1. maí ávarp
  • Ræða dagsins
  • Söngur og tónlistarflutningur

 

Dagskrá í Ísafirði

Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði kl. 14:00
Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsinu með Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar í fararbroddi.

Dagskrá í Edinborgarhúsinu

  • Kynnir – Bryndís G. Friðgeirsdóttir
  • Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar
  • Ræðumaður dagsins – Guðrún Finnbogadóttir
  • Kvennakór Ísafjarðar
  • Pistill dagsins – Sigríður Gísladóttir
  • Tónlist – Leikhópur Halldóru syngur lög úr teiknimyndum
  • Dagný Hermannsdóttir syngur nokkur lög

Kvikmyndasýningar í Ísafjarðarbíói – frítt í boði stéttarfélaganna

  • Ofur Kalli kl. 14:00 og 16:00
  • Thunderbolts kl. 20:00

 

Dagskrá í Húnabyggð

Dagskráin hefst kl. 14:00 í Félagsheimilinu á Blönduósi
Boðið verður upp á frábæra tónlist og söng.

Ræðumenn dagsins:
Helga Margrét Jóhannesdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur
og Birgitta H Halldórsdóttir, rithöfundur.

Afþreying fyrir börn.