Kjarasamningur Kjalar við SFV samþykktur

Kosningu um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Kjalar við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) lauk í dag. Samningurinn sem nær til félagsfólks Kjalar sem starfar við Hjúkrunarheimilin Fellsenda, Dalbæ, Hornbrekku og Heilsuvernd á Akureyri var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. 

Samningurinn var undirritaður þann 23. júní og hefur gildistímann 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Atkvæðagreiðslan fór fram með rafrænum hætti dagana 24. júní til kl. 12.00 þann 28. júní, 2023.
Á kjörskrá voru 123
Kjörsókn var 48,78%

Niðurstöður:

já sögðu 52 eða 86,67%
nei sögðu 5 eða 8,33                                                                                 

3 tóku ekki afstöðu eða 5%

Kjarasamninginn, launatöflur og kynningarefni er hægt að nálgast hér.