Viltu vera trúnaðarmaður?

Trúnaðarmaður starfar á grundvelli laga og nýtur réttinada til að sækja fræðslu og að rækja skyldur sínar. Hann á ekki að gjalda þess í starfi að hann hafi valist til trúnaðarstarfa. Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum og starfar í umboði félagsmanna sem starfa með honum. Hann stendur þó aldrei einn því stjórn og starfsmenn félagsins er honum til stuðnings við að leysa úr vanda sem upp kann að koma og heyra undir starfssvið félagsins. Hann safnar og eða dreifir upplýsingum fyrir stjórn félagsins.

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ BÆTA VIÐ REYNSLU ÞÍNA OG HÆFNI?

HAFÐU ÁHRIF Á UMHVERFI ÞITT!

HVAÐ ÞARF TRÚNAÐARMAÐUR AÐ HAFA TIL AÐ BERA? ......opinn og elskulegur, en ákveðinn?

Góður trúnaðarmaður þarf fyrst og fremst að hafa áhuga á vellíðan og starfsöryggi félaga sinna. Hann þarf að vera vakandi fyrir vinnuumhverfinu og eiga auðvelt með mannleg samskipti, hafa ríka réttlætiskennd, eiga auðvelt með samstarf og vera óhræddur við að axla ábyrgð.

 Um trúnaðarmenn á vinnustöðum
Á hverri vinnustöð þar sem a.m.k. fimm menn vinna er starfsmönnum heimilt að kjósa úr sínum hópi einn trúnaðarmann. Á vinnustöð þar sem fimmtíu menn eða fleiri vinna má kjósa tvo trúnaðarmenn. Trúnaðarmenn skal kjósa til tveggja ára í senn. Val trúnaðarmanna skal tilkynna vinnuveitanda og stjórn stéttarfélags þegar í stað. Heimilt er að kjósa trúnaðarmenn fyrir félagssvæði eða hluta þess vegna starfsmanna á vinnustöðvum sem ekki uppfylla skilyrði um lágmarksfjölda ( 1. ml. 28.gr. lög 94/1986)

Tilkynning um kjör á trúnaðarmanni

Starfsreglur Trúnaðarmanna

• Starfar sem tengiliður – milli félagsmanna og stjórnanda stofnanana – milli félagsmanna og stjórnar KJALAR
• Stendur vörð um réttindi og skyldur
• Gætir hagsmuna KJALAR stéttarfélags í starfi sem utan þess
• Upplýsir nýja félagsmenn um sína stöðu
• Annast upplýsingar á vinnustað
• Tekur á móti umkvörtunum
• Leitar leiða til lausna
• Heldur vinnustaðafundi
• Fylgist með kjara- og réttindaumræðu

Starfsskyldur aðaltrúnaðarmanns
• Starfar sem tengiliður – milli félagsmanna og stjórnanda stofnanana – milli félagsmanna og stjórnar KJALAR
• Stendur vörð um réttindi og skyldur
• Gætir hagsmuna KJALAR stéttarfélags í starfi sem utan þess
• Upplýsir nýja félagsmenn um sína stöðu
• Annast upplýsingar á vinnustað
• Tekur á móti umkvörtunum
• Leitar leiða til lausna
• Heldur vinnustaðafundi
• Fylgist með kjara- og réttindaumræðu
• Boðar til fundar með trúnaðarmönnum innan sinnar starfsdeildar.

Hann sér til þess að hlutverki starsdeildar sé fullnægt með eftirfarandi:

• Að afla upplýsinga fyrir aðalstjórn til framfara hverju sinni.
• Að dreifa upplýsingum og aðstoða félagsmenn.
• Að funda þegar þurfa þykir um sérmál svæðisins og koma tillögum til aðalstjórnar.
• Að gera tillögur til aðalstjórnar um fjárframlög til svæðisdeildarinnar.
• Að halda fundi árlega með þátttöku stjórnar/ starfsmanna.
• Að sjá um skemmtiferðir/árshátíðir.
• Að stuðla að samheldni og samvinnu meðal félagsmanna
• Að vinna að þeim hagsmunamálum sem upp koma hverju sinni

Skyldur félagsins
• Heldur námskeið, fundir
– um, félagið,
– um, kjarasamninga
– um, lög og reglugerðir
– um, sjálfstyrkingu, tjáningu, samningatækni
• Aðstoðar við þau mál sem upp koma
• Upplýsa um stöðu kjara-og réttindamála
• Samantektir og aðstoð frá skrifstofu