Grunnur að úthlutun orlofshúsa og -íbúða Kjalar er punktakerfi sem félagið tók upp árið 2009. Félagsmenn ávinna sér 12 orlofspunkta á ári, þ.e. 1 punkt fyrir hvern unninn mánuð. Punktastaða er uppfærð árlega áður en páskaúthlutun fer fram. Orlofspunktar stýra því hverjir eru í forgangi á úthlutunartímum (flestir punktar = mestir möguleikar). Frádráttur orlofspunkta er mismunandi eftir tímabilum.
Sumartímabilið 2022 er frá 27/5 til 2/9 og skiptist punktafrádráttur þannig
(frádráttur pr. úthlutaða/leigða viku):
Tímabilið 13/5 - 27/5 |
7 punktar |
Tímabilið 27/5 - 10/6 |
12 punktar |
Tímabilið 10/6 - 5/8 |
18 punktar |
Tímabilið 5/8 - 26/8 |
12 punktar |
Tímabilið 26/8 - 2/9 |
7 punktar |
|
|
Orlof að eign vali |
20 punktar |
Fyrir hvern sólarhring í sumarleigu |
2 punktar |
Gistimiðar á Hótel* |
2 punktar - gildir allt árið |
Orlofshús sem tekin er eftir reglunni "fyrstur kemur fyrstur fær" á sumarorlofstímabilinu
kosta sömu punkta og um úthlutanir á hverju tímabili fyrir sig. Allir virkir félagsmenn geta sótt um á úthlutunartímabilinu þó þeir eigi fáa eða
enga punkta. Punktastaða hjá viðkomandi verður þá neikvæð. Kaup á Golfkorti, Útilegukorti og Veiðikorti skerða ekki punktastöðu.
Úthlutun á vetrartíma skerðir ekki rétt og möguleika félagsmanna til úthlutunar á sumrin.