Leiðbeiningar - orlofsvefur

Hér má sjá vídeó um sama ferli sem lýst er hér í orðum. Til að sækja um vegna sumarúthlutunar

  1. Þegar slóðin opnast þá slærð þú inn kennitölu og netfang - og svo ýta á innskrá
  2. Þá opnast orlofssíðan og þú getur valið að nota slána efst til að bóka og afla sér upplýsinga um allt sem er í boði:
    HEIM - LAUST- ORLOFSHÚS - UMSÓKNIR - ÁVÍSANIR - REGLUR - VERÐSKRÁ - ÚTSKRÁNING
  3. Lengst til hægri eru svo persónuupplýsingar um félagsmann frá þjóðskrá og punktastaða þín samkvæmt félagaskrá. Einnig getur þú sett inn upplýsingar með því að velja eftirfarandi liði:
    Notendaupplýsingar. Þar breytir þú upplýsingum um þig t.d. netfangi og símanúmeri.
    Kvittanir: Þar er að finna lista yfir allar kvittanir sem þú hefur fengið við kaup á dvöl eða örðu.
    Punktastaða: Þarna er hægt að sjá hreyfingar á punktasöfnun og notkun í gegnum tíðina.
  4. Ef valið er að ýta á á laust þá kemur listi sem sýnir hvað eignir eru lausar, táknaðar með grænum lit, það sem er bókað er táknað með rauðum lit.
  5. Þegar þú velur hús þá og línan er græn á viðkomandi eign velur þú daginn sem dvöl á að hefjast á og daginn sem þú ætlar út úr húsinu, og eftir það fylgir þú leiðbeiningum kerfisins.
  6. Aðeins er hægt að greiða með kreditkorti, ef annað greiðslufyrirkomulag þarf þá hafið samband við skrifstofu og pantið hjá henni.
  7. Sími á skrifstofu Kjalar stéttarfélags er 525-8383 ef þú þarf aðstoð.
  8. Hægt er að láta senda sér kvittun fyrir bókun orlofshúsa í tölvupósti þegar bókun fer fram. Þegar greitt hefur verið fyrir orlofshúsið eða aðra þá orlofsmöguleika sem keyptir eru birtist hnappur neðst á kvittun sem gefur þennan möguleika. Einnig er hægt að velja eldri kvittanir og fá þær sendar með sama hætti. Athugið að pósturinn eins og sumir aðrir fjölpóstar getur lent í ruslpósti.