Verkfallsbætur

Allir félagsmenn í verkfalli fá verkfallsbætur. Verkallsaðgerðir eru á tilteknum dögum frá og með 9. mars sem endar í ótímabundnu allsherjarverkfalli allra frá og með 15. apríl.

Stefnt að því að bætur til hvers félagsmanns verði sem næstar meðal heildarlaunum viðkomandi fyrir það tímabil sem verkfall varir. Félagsmenn sem eru í tímabundnu verkfalli (einstaka dagar) skulu fá greiddar 12.000 til 18.000.- krónur fyrir hvern heilan sólarhring sem verkfall stendur. Upphæðin tekur mið af og breytist eftir starfshlutfalli.

Félagsmenn sækja um verkfallsbætur til Kjalar stéttarfélags eftir að verkfallsaðgerðum hefur verið aflýst og umsóknarferli verður sérstaklega kynnt þegar þar að kemur.

Launagreiðslur í verkfalli

Laun falla niður í verkfalli. Líklegt er að laun verði dregin af öllum félagsmönnum sem verkfall nær til þá daga sem verkfall stendur yfir.

Félagsmenn sem vinna í verkfalli eiga rétt á launum fyrir þann tíma sem þeir vinna.

Hver og einn félagsmaður þarf að fara fram á að fá greitt ef hann hefur verið starfandi samkvæmt undanþágulista.