Sala á WOW gjafabréfum

Gjafabréf WOW air að andvirði kr. 30.000 en kostar 23.000 fyrir félagsmann.- Gildir í flug í eitt ár til 5. febrúar 2020 er til sölu á orlofsvef félagsins og hver félagsmaður getur keypt átta gjafabréf. Eftir að kaupin hafa verið gerð þá ferðu inn á wowair.is Velur áfangastað og dagsetningar í bókunarvélinni og leitaðu að flugi.

Á greiðslusíðunni velur þú að greiða með gjafabréfi og slærð inn gjafakóðann í þar til gerðan reit. Hægt er að nota fleiri en eitt gjafabréf í hverri bókun.

Þú einfaldlega slærð inn kóðann og staðfestir og endurtekur ef þú ert með fleiri gjafabréf. Gjafabréfið fæst ekki endurgreitt en ef virði þess er hærri en miðaverðið áttu mismuninn inni hjá WOW og getur notað inneignina næst þegar þú ferðast. Ef virði þess er lægri en miðaverðið þá greiðir þú mismuninn með greiðslukorti.

Athugið að ekki er hægt að framlengja gjafabréfið og bóka þarf flug og ferðast innan gildistíma gjafabréfsins. Orlofssjóður KJALAR greiðir niður gjafabréfin og ekki er hægt að fá endurgreiðslu frá félaginu ef viðkomandi nær ekki að nýta sér það. Góða ferð !