Hafdís boðin velkomin til starfa

Hafdís Erna Ásbjarnardóttir
Hafdís Erna Ásbjarnardóttir

Hafdís Erna Ásbjarnardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra á skrifstofu félagsins á Akureyri. Hafdís er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur lagt stund á stjórnun og forystu við Háskólann á Bifröst. Hún hefur víðtæka reynslu en síðastliðin sex ár hefur hún unnið sem lögfræðingur og meðal annars sinnt úrlausn ágreiningsmála, vinnurétti, almennri lögfræðiráðgjöf ásamt sáttamiðlun.

Hún mun vinna að því að bæta kjör félagsmanna og vera formanni og stjórn innan handar við starfsmat og önnur þau verkefni sem eru á döfinni hjá félaginu.

Stjórn félagsins bíður Hafdísi velkomna til starfa og mun hún hefja störf þann 1. júní næstkomandi í hálfu starfi og koma inn í fullt starf eftir sumarið.