Sveitarfélaga kjarasamningur - kynningfundir

Þann 13. júní sl. skrifaði Kjölur stéttarfélag ásamt öðrum aðildarfélögum BSRB undir samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS), fyrir hönd sveitarfélagnna, um framlengingu og breytingar á kjarasamningi milli aðila.

Atkvæðagreiðsla um samninginn mun standa yfir frá kl. 12:00 miðvikudaginn 19. júní til kl. 09:00 þriðjudaginn 25. júní. Um er að ræða rafræna kosningu sem er aðgengileg hér að neðan.

Við hvetjum við félagsfólk til að kynna sér kjarasamninginn sem og taka þátt í atkvæðagreiðslu. Félagsfólk getur nálgast kjarasamninginn á vefsvæði rafrænnar kosningar.

Haldnir verða rafrænir kynningarfundir sem hér segir:

Miðvikudagur 19. júní

  • kl. 09:00 - Rafrænn kynningarfundur um kjarasamning við SÍS
  • kl. 11:00 - Rafrænn kynningarfundur um kjarasamning við SÍS
  • kl. 15:00 - Rafrænn kynningarfundur um kjarasamning við SÍS
  • kl. 16:30 - Rafrænn kynningarfundur um kjarasamning við sís

Mánudaginn 24. júní 

    • kl. 11:00 - Rafrænn kynningarfundur um kjarasamningi við SÍS
      kl. 15:00 - Rafrænn kynningarfundur um kjarasamning við SÍS


Kosningu lýkur þriðjudaginn 25. júní kl. 09:00.

Fundaboð verður sent á uppgefið netfang