Uppbygging kjarasamnings

Hvað er kjarasamningur og hvaða áhrif hefur hann á launþega ?
Svar: Kjarasamningur er miðlægur samningur á milli stéttarfélags og atvinnurekanda eða samtaka atvinnurekenda. Kjarasamningurinn nær til allra félagsmanna sem samið er fyrir hverju sinni og inniheldur hann mikilvæg atriði varðandi kaup og kjör. Þar eru ákvæði um laun, vinnutíma, yfirvinnu, orlof, veikindarétt, uppsagnarrétt ofl. Jafnframt sem kjarasamningur segir til um framlag vinnuveitenda í sjóði félagsins sem félagsmaður nýtur réttinda úr. Kjarasamningurinn tryggir launþegum lágmarkskjör í þeim atriðum sem þar koma fram. Engan má ráða á lakari kjör en þar koma fram. Oft er samið um persónubundin kjör í ráðningarsamningi en þar geta aðeins verið sérstakir þættir sem lúta að betri starfskjörum en kjarasamngurinn kveður á um