Um samninginn

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur kjarasamningsumboð frá öllum sveitarfélögum sem félagsmenn starfa hjá. Þau eru talin frá Borgarnesi og austur um að Grenivík.

Núgildandi kjarasamningur var undirritaður þann 20. nóvember 2015 og. Samningurinn gildir frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Helstu atriði hans eru: 

  • Við upphaf samnings, eða 1. maí 2015, hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.
  • Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 15.000 kr. en þó að lágmarki um 5,5%.
  • Þann 1. júní 2017 kemur inn ný launatafla þar sem bil á milli launaflokka verður leiðrétt í 1,1% á milli flokka, að lágmarki 2,5% hækkun sem er tryggð hverjum félagsmanni.
  • Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 2%.
  • Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 42.500, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019. Greitt er hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.

Persónuuppbót / desemberuppbót á samningstímanum verður sem hér segir:

  • Á árinu 2015 kr. 100.700.
  • Á árinu 2016 kr. 106.250.
  • Á árinu 2017 kr. 110.750.
  • Á árinu 2018 kr. 113.000.