Veðurfræði á Blönduósi

Dagsetning: 26. október
Tími: 18:00
Staðsetning: Samstöðusalur á Blönduósi

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, verður með námskeið um Veðurfræði og útivist í Samstöðusalnum á Þverbraut 1 á Blönduósi miðvikudaginn 26. október kl 18:00 - 22:00 Kennd verða áhrif fjalla og landslags á veður, einkum vinda, úrkomu og skýjafars. Farið er í megineinkenni veðurfars á Íslandi á öllum árstímum, hvernig hiti og vindur breytist með hæð. Þá er fjallað um jöklaveðráttu, skafrenning og megingerðir þoku. Leiðbeiningar eru gefnar um aðgengilegar veðurspár, hverjar gagnast vel og hverjar síður fyrir ferðalanga í misjöfnu veðri.

Skráning hjá Farskólanum