Eiðar tilbúnir í útleigu hitabyglja á austurlandi

Beðið eftir börnum í leik!
Beðið eftir börnum í leik!

Árlegri vorferð Rekstarfélags orlofshúsa á Eiðum,ROE, var helgina 3. til 6. júní sl. góð mæting var eða 14 manns frá fimm aðildarfélögum ROE sem unnu við að þrífa og ditta að sínum húsum. Stjórn ROE fór um svæðið og skoðaði uppgönguna að útsýnisskífu sem kemur með haustinu þar þarf að laga aðgengi upp klettinn. Stígar sem voru merktir á sl. ári voru skoðaðir og var greinilegt að dvalargestir eru að njóta þess að ganga þar um. Bætt var við staurum við merkinguna á göngustígunum svo krakkar eigi auðveldara með að fylgja þeim.

Bryggjusvæðið er glæsilegt og voru krakkar að synda í vatninu enda 20 stiga hiti. Allir bátar eru tilbúnir og komnir á flot og bíða þess að verða róið á vatninu. Nokkuð hefur borið á því að utanaðkomandi eru að koma á bryggjusvæðið til að veiða svo búið er að setja upp skylti sem sýnir að þeim er það óleyfilegt svo dvalargestir geta vísað þeim á aðra staði við vatnið. Von okkar að leiðin liggi að Eiðum í sumarfríinu og eða í haust til berjatínslu því sultupottar eru í flestum húsum.

Góða skemmtun í náttúruparadís að Eiðum!