Burt með áreiti og ofbeldi!

Þúsundir kvenna hafa undanfarið sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi með myllumerkinu #metoo.
Þúsundir kvenna hafa undanfarið sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi með myllumerkinu #metoo.

BSRB og önnur samtök launafólks standa með þolendum kynferðislegrar áreitni og ofbeldi og kalla í yfirlýsingu eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í yfirlýsingunni eru þolendur áreitni og ofbeldis á vinnustöðum hvattir til að leita til síns stéttarfélags, eftirlitsaðila, úrskurðarnefnda eða dómstóla.

Þá er vakin athygli á þeim skyldum sem lagðar eru á herðar atvinnurekendum að koma í veg fyrir slíka hegðun og bregðast við komi hún upp. „Það á ekki að sópa kynferðislegri áreitni og ofbeldi undir teppið. Það þarf að útrýma því!“ segir í yfirlýsingunni.

Undir hana skrifa Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna.

Yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan, en hér má einnig opna eintak á PDF sniði.