BSRB og ASÍ stofna íbúðafélag fyrir tekjulægri hópa.

Stjórn BSRB hefur samþykkt að bandalagið verði, ásamt ASÍ, stofnaðili að nýju íbúðafélagi sem ætlað er að leigja út íbúðir til tekjulægri hópa. Ákvörðun stjórnarinnar var kynnt á aðalfundi bandalagsins í gær. BSRB verður stofnaðili að félaginu ásamt ASÍ og mun leggja til 20 prósent stofnframlags til nýs félags, alls 2 milljónir króna. Bandalagið mun óska eftir því við aðildarfélög sín að þau veiti íbúðafélaginu lán til að koma framkvæmdum af stað. Á fundinum í gær var jafnframt skorað á stjórnvöld að ljúka nauðsynlegum lagabreytingum til að hægt sé að stofna íbúðafélagið.