Starfstengt nám

Hámarksfjárhæðir: Sjóðstjórn setur reglur um hámarksfjárhæðir og skulu þær endurskoðaðar ár hvert. Félagsmaður með 1 til 5 ára félagsaðild getur að hámarki fengið kr. 140.000 í styrk á tveggja ára tímabili. Félagsmaður með meira en 5 ára félagsaðild getur að hámarki fengið kr. 170.000 í styrk á tveggja ára tímabili.

Nám/námskeið til starfsréttinda án beinnar tengingar við starf hámark kr. 100.000

Lífsleikninámskeið án beinnar tengingar við starf, 75% af gjaldi, hámark árlega kr. 40.000 

Almenn ökuréttindi styrkt að hámarki kr. 60.000 
Aukin ökuréttindi kr. 100.000

Til kaupa á hjálpartækjum fyrir lestrar- og ritstuðning allt að 90% styrk vegna kaupa á hjálpartækjum ætluðum til stuðnings við lestur og skrift. Heildarstyrkur miðast við hámarksupphæð skv. almennum reglum sjóðsins. Ef félagsmenn hefur ekki nýtt sér rétt sinn síðustu þrjú ár, þá á hann rétt á styrk allt að kr. 210.000.- fyrir eitt samfellt nám/námskeið skv. reglum sjóðsins.

Ferðakostnaður vegna náms getur að hámarki orðið kr. 100.000.- sem hluti af kostnaði náms/námskeiðs í þessu tilviki. Félagsmenn sem hafa annað móðurmál en íslensku geta sótt um endurgreiðslu vegna 150 stunda íslenskunáms eftir mánaðar félagsaðild. Heildarstyrkur miðast við hámarkupphæð skv. almennum reglum sjóðsins.