Ráðstefnur

Ráðstefnur, námsstefnur, kynnisferðir erlendis kr. 100.000 Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fyrir liggi formleg dagskrá frá gestgjafa, sem verður að vera amk. 8 klst. að lengd og gerð er góð grein fyrir innihaldi. Skila skal stuttri greinargerð að ferð lokinni.

Greitt er fargjald hótel/gistikostnaður og ráðstefnu- eða námskeiðsgjald.

Ráðstefnur, námsstefnur, kynnisferðir innanlands kr. 50.000 Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fyrir liggi formleg dagskrá frá gestgjafa, sem verður að vera amk. 6-8 klst. að lengd og gerð er góð grein fyrir innihaldi. Skila skal stuttri greinargerð að ferð lokinni.

Greitt er fargjald hótel/gistikostnaður og ráðstefnu- eða námskeiðsgjald.

Umsækjandi verður að vera í starfi, bæði þegar hann sækir um styrkinn og þegar hann notar hann. Ef starfshlutfall umsækjanda er minna en 50% skal hlutfall hámarksfjárhæðar skv. 6. gr. skerðast í réttu hlutfalli við það. Sama á við um elli- eða örorkulífeyrisþega.

Umsækjendur skulu vanda frágang umsókna sem þeir senda stjórn sjóðsins, þar sem kemur fram lýsing á því námskeiði eða verkefni, sem styrkurinn skal renna til, áætlaður kostnaður, hvenær fyrirhugað er að sækja námskeiðið eða stunda verkefnið, sem styrkur er veittur út á og aðrar þær upplýsingar, er sjóðsstjórn kann að telja nauðsynlegar. Heimilt er að endursenda ófullnægjandi umsóknir.