Hvernig er greitt úr sjóðnum?


Það er skilyrði fyrir styrkveitingu að félagsmaður skili inn frumriti af reikningi. Reikningur skal vera númeraður, stimplaður og greinilega merktur námsstofnun/fyrirtæki. Hann skal einnig  vera með nafni og kennitölu nemanda og skilgreindum námstíma.

Styrkir vegna náms í skólum er ekki greiddur út fyrr en skólaönn er hafin og staðfesting frá skóla fylgir um skólavist.

Þegar um kynnisferðir og ráðstefnur er að ræða þarf að koma bréf frá stofnun/fyrirtæki/vinnustað umsækjanda, þar sem upplýst er um tilhögun, tilgang og markmið ferðarinnar. Auk þess skal fylgja dagskrá  ferðar. Bréf þetta skal vera áritað af yfirmanni. Auk þess þarf að sýna afrit af farseðli eða hliðstæðar kvittanir vegna útlagðs ferðakostnaðar.

Þegar þessu hefur verið fullnægt er styrkur greiddur sem næst í tíma, þó er styrkur aldrei greiddur út fyrir fram heldur af ferð lokinni og að seta á styttri námskeiðum sé lokið.

Ef styrks er ekki vitjað innan 6 mánaða frá afgreiðslu umsóknar fellur hann niður.

Frá Ríkisskattstjóra:

"Námskeiðsstyrkir eru skattskyldir, en heimilt að færa kostnað til frádráttar ef námskeiðið tengist starfi styrkþega. Óheimilt er að færa frádrátt á móti styrkjum vegna námskeiða sem varða tómstundagaman eða annað það sem telst eingöngu persónulegur kostnaður."