Framhaldsskólanám

Kostnað við nám, námskeið, námsstefnur eða sambærilega þekkingaröflun, sem tengja má starfi umsækjanda og flokka má undir starfs- eða endurmenntun, er styrkhæfur að hluta eða öllu leyti. Sömuleiðis kostnaður vegna náms við framhaldsskóla og tölvunámskeið, þó svo að umsækjandi vinni ekki að staðaldri við tölvu.

Umsækjandi getur aðeins einu sinni fengið hámarksfjárhæð í styrk til sama verkefnis. Endurhæfingarmenntun, sem félagsmaður aflar sér í kjölfar þess að staða hans var lögð niður, er einnig styrkhæf á sama hátt. Lífsleikninámskeið eru styrkhæf að hluta. Uppihald eða bein laun greiðir sjóðurinn ekki, né kostnað sem greiddur er af öðrum aðilum.